Ný kennslubifreið tekin í notkun

Glæný kennslubifreið var tekin í notkun 19. ágúst. En um er að ræða beinskiptann Skoda Kodiaq sem örugglega á eftir að vera farsæll í kennslunni. Þessi bifreið nýtist við kennslu til bæði B og BE (eftirvagn) réttinda.

Bifreiðin leysir af hólmi Skoda Octavia bifreið sem hingað til hefur verið notuð í ökukenslunni. Nýja bifreiðin er með öllum þeim öryggisbúnaði sem kemur með Skoda bifreiðum nú um daga.