Viðbrögð við COVID 19

Við tökum COVID 19 heimsfaraldurinn mjög alvarlega. Þessvegna tökum við þátt í Hreint og öruggt verkefninu.

Þessvegna eru vissar sóttvarnarráðstafanir sem gilda í öllum ferðum á okkar vegum. Við fylgjum öllum leiðbeiningum yfirvalda og því eru eftirfarandi ráðstafanir í gildi fyrir alla farþega og starfsfólk á þessari stundu:

  • Við mælum með grímunotkun í öllum ökutækjum okkar.
  • Grímur og hanskar eru til taks fyrir starfsfólk og viðskiptavini.
  • Líkamshiti er reglulega kannaður hjá starfsmönnum og þeir framkvæma reglulega heimapróf.
  • Hafi einstaklingur hin minnstu einkenni er honum meinað að fara í ferðina, þetta er gert með öryggi heildarinnar í huga.
  • Komi upp smit, verður haft samband við farþega sem hafa verið útsettir.

Ökutæki okkar eru vandlega þrifin og sótthreinsuð milli ferða en einnig eru snertifletir reglulega sótthreinsaðir meðan á ferð stendur.