Ferill ökunáms

Ökunámið fer eftir vissu ferli sem sem tekur mið af reglum sem settar eru í námsskrá sem gefin er út af Samgöngustofu. Þar eru reglur um lágmarkstímafjölda og ökuskóla 1,2 og 3.

Ferlið hjá okkur er eftirfarandi:

  • Fyrsti ökutíminn: Ökunámsbók og önnur gögn afhent og foreldri/forráðamaður kvittar (ef nemi er yngri en 18 ára), farið í grunnæfingar.
  • Ökunemi þarf síðan að sækja um ökuskírteini hjá sýslumanni (sótt um námsheimild).
  • Ökutímar 2-10 teknir og ökuskóli 1 (Ö 1) tekinn samhliða.
  • Lágmarksfjöldi ökutíma fyrir æfingaakstur með leiðbeinenda er 10.
    • Leiðbeinendur geta komið með í síðasta ökutímann fyrir æfingaakstur
    • Einnig skal ökuskóla 1 vera lokið.
    • Sótt er um æfingaakstursleyfi hjá sýslumanni.
      • Athugið að EKKI má hefja æfingaakstur fyrr en að sýslumaður hefur stimplað í ökunámsbókina.
  • Æfingaakstur með leiðbeinanda fer fram
    • Ökunámsbók skal ávallt vera með í för í æfingaakstri.
  • Ökuskóli 2 (Ö 2) er tekinn ásamt ökutíma 11 og 12 þegar u.þ.b.  2 til 3 mánuðir eru í 17 ára afmælið
  • Ökuskóli 3 (Ö 3) tekinn
    • Athugið að ekki má taka ökuskóla 3 fyrr en búið er að taka 12 ökutíma hjá ökukennara og Ö2 er lokið.
  • Bóklegt próf má taka allt að 2 mánuðum fyrir afmælið
  • Farið er í undirbúning fyrir verklega prófið (ökutímar 13-16)
  • Verklega prófið er tekið
    • Verklega prófið er hægt að taka allt að 2 vikum fyrir 17 ára afmælið
  • Þegar bóklegu og verklegu prófi er lokið með viðunandi árangri er neminn kominn með bílpróf.

Athugið að þú færð einungis bráðabirgðaskírteini til þess að byrja með. Ef þú ekur í 12 mánuði án þess að fá punkta í ökuferilsskrá, getur þú tekið akstursmat hjá ökukennara og síðan farið til sýslumanns og endurnýjað ökuskírteinið upp í fullnaðarsírteini. 

Lágmarksfjöldi ökutíma er 16 (þar af er 1 tekinn í Ö 3). sumir nemar þurfa fleiri tíma áður en farið er í verklegt ökupróf en það er metið hverju sinni hvernig staða nema er, algengt er að nemar þurfi 17-24 ökutíma.