Skráning í ökunám

Hér fyllir þú út formið og merkir í viðeigandi réttindaflokk.  Ökukennarinn hefur síðan samband við þig og þið ákveðið framhaldið.

ATH að fylla út dvalarstað þinn ef hann er annar en lögheimili.

Ef þú ert yngri en 18 ára þarf að fylla út þær upplýsingar er varða forráðamann.  Ekki verður tekið mark á innsendum umsóknum ef þær upplýsingar vantar ef um aðila yngri en 18 ára er að ræða.

Ekki verður tekið mark á þessu skjali ef nafn forráðamans er ekki tilgreint ef nemandi er yngri en 18 ára. Athugið að forráðamaður er greiðsluaðili þegar nemar eru yngri en 18 ára.




Eru einhverjar upplýsingar sem ökukennari þarf að hafa sem geta komið að gagni í ökukennslunni (t.d. námsörðugleikar eða greiningar (s.s. einhverfa eða ADHAD))?




Greina þarf frá því hvernig sá aðili sem greiðir ökunámið vill haga greiðslu. Nánari upplýsingar má finna um greiðslumöguleika í ökunámsvalmyndinni.
Skilmálar við skráningu í ökunám

Ökunemi samþykkir að Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf meðhöndli þær upplýsingar sem gefnar eru upp hér.

Hafi Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf ekki möguleika á því að taka við ökunema samþykkir ökunemi að Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf geti að höfðu samráði við ökunema miðlað upplýsingum um ökunema til annars ökukennara í heimabyggð sem hafi möguleika á því að taka við ökunema í ökukennslu.

Ökunemi skuldbindir sig jafnframt til þess að greiða fyrir alla ökutíma sem ökunemi tekur hjá Sýsli - Ferðir og ökukennslu ehf.

Sé sótt um reikningsviðskipti samþykkir greiðsluaðili að Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf leiti að upplýsingum um hann í vanskilaskrá Creditinfo.

Aðilar undir 18 ára aldri:

Ökunemi samþykkir að foreldrar/forráðamenn hafi veitt ökunema samþykki og séu fullupplýstir um þessa skráningu í ökunám hjá Sýsli - Ferðir og ökukennslu ehf

Ökunemi og foreldrar/forráðamenn staðfesta einnig að foreldrar/forráðamenn skuldbindi sig jafnframt til þess að greiða fyrir alla ökutíma sem ökunemi tekur hjá Sýsli - Ferðir og ökukennslu ehf.