Allar dagsferðir í júlí aflýstar

Vegna COVID 19 hefur öllum dagsferðum í júlí verið aflýst.

Almannavarnir hafa gefið út að ekki sé eðlilegt að biðja um staðfestingu frá farþegum á því að þeir hafi fengið neikvæðar niðurstöður úr sýni í landamæraskimun.

Við erum ekki tilbúin til þess að taka þá áhættu sem þessu fylgir þar sem til eru mörg dæmi um að fólk fari ekki eftir þeim reglum sem hafa verið settar varðandi landamæraskimun og sóttkví. Við teljum þetta of áhættusamt fyrir starfsfólk og farþega og höfum því ákveðið að fara ekki af stað með ferðir að svo stöddu.

Þeir farþegar sem áttu bókaða ferð í júlí 2020 fá að sjálfsögðu ferðir sínar endurgreiddar.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.