Um okkur

Við erum lítið fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu og ökukennslu á Norðurlandi. Höfuðstöðvar okkar eru á Akureyri. Við Bjóðum uppá skipulagðar sem og sérhæfðar ferðir eftir þínum óskum.

Okkar markmið er að veita þér góða og persónulega þjónustu. Við viljum að farþegum okkar líði sem vel og hafi það á tilfinninguni að þeir séu gestir okkar; þess vegna sérhæfum við okkur í minni hópum. Hámarksfjöldi í hópnum sem þú munnt ferðast í eru 8 farþegar. Með því mói mun starfsfólk okkar hafa nægan tíma til þess að svara öllum þeim spurningum sem þúi kannt að hafa.

Ökukennsludeildin okkar er í samstarfi við Ekil ökuskóla sem býður uppá bóklega ökunámið í fjarnámi. Við bjóðum síðan uppá verklegu kennsluna.

Skrifstofan er opin alla virka daga 9:00 - 17:00

Við hlökkum til að sjá þig.