Greiðslumöguleikar vegna ökukennslu

Ökunám ber með sig vissan kostnað. Við hjá Sýsli - Ferðum og ökukennslu ehf vitum að þetta getur verið stór pakki. þess vegna erum við með nokkrar leiðir í boði:

  1. Reikningur er sendur í heimabanka fyrir allri upphæðinni eða skipt í þrennt.
  2. Heildarupphæð er greidd með reiðufé eða korti.
  3. Raðgreiðslur hjá Borgun (allt að 36 mánuðir), kostnaður fer eftir verðskrá Borgunnar hverju sinni.
  4. Greitt með Netgíró, Kostnaður fer eftir verðskrá Netgíró hverju sinni.
  5. Hver tími er staðgreiddur með korti eða reiðufé.

Yfirleitt er innheimtu hagað þannig að þegar búið er að taka þá tíma sem þarf fyrir æfingaakstur er sendur reikningur fyrir þeim og síðan eru tímarnir sem teknir eru eftir æfingaakstur innheimtir þegar prófi er lokið.

Best er að ræða við ökukennarann eða hafa samband við skrifstofu til að ganga frá þeim greiðslumöguleika sem þú kýst.

Við minnum á að flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna ökunáms. Við hvetjum ykkur því til þess að fara með kvittunina í ykkar stéttarfélag og kanna rétt ykkar.