Ökukennsla í Fjallabyggð

Nokkur símtöl hafa borist með fyrirspurnir um ökukennslu í Fjallabyggð.

Ég hef því ákveðið að athuga hvort áhugi sé fyrir því að safna í hóp ökunema í Fjallabyggð. Ég myndi koma reglulega úteftir og kenna ef þetta tekst til þess að nemar þurfa ekki að koma til Akureyrar í hvert skipti sem þeir þurfa á ökutíma að halda. Áhugasamir geta skráð sig hér eða hringt í síma 555 2888.