Opnunartímar um jól og áramót

Eftirfarandi eru þjónustu og opnunartímar okkar um jól og áramót:

Skrifstofa:

Skrifstofan er lokuð 25. og 26. December (jóladag og annann í jólum). Einnig er lokað 1. janúar 2024 (nýársdag). Aðra daga er opið samkvæmt venjulegum opnunartíma.

Ferðir:

Sumar ferðir verða í boði. Vinsamlegast kannið framboð í bókunarferli.

Hjólastólaþjónusta:

Hjólastólaþjónusta er í boði um hátíðarnar. Athugið að panta þarf akstur fyrir aðfangadag og jóladag ekki seinna en 21. desember. Ekki er tekið við pöntunum á akstri fyrir jólin eftir þann dag nema að um neyðartilvik (ferðir á sjúkrahús o.þ.h.) sé að ræða.

Sama gildir um ferðir á gamlársdag og nýársdag en þær þarf að panta eigi síðar en 28. desember.

Flugstrætó:

Flugstrætó ekur í sambandi við allar flugferðir. Munið að um pöntunarþjónustu er að ræða og þarf því að bóka far með að minnsta kosti 2 klukkustunda fyrirvara.

Leigubílaþjónusta:

Leigubílaþjónusta verður í boði um hátíðarnar. Við mælum með að panta bíl með góðum fyrirvara fyrir aðfangadag og gamlársdag.

Ökukennla:

Ökutímar og akstursmöt verða í boði á virkum dögum.