Við kynnum nýja ferð til leiks!

Það gleður okkur að tilkynna að við erum að setja af stað nýja ferð sem heitir:

Goðafoss, Húsavík og Geosea.

Við höfum núþegar opnað fyrir bokanir í ferðina á heimasíðu okkar. Ferðin hefst á Akureyri og liggur austur að Goðafossi. við stoppum þar og höldum síðan til Húsavíkur, sem er þekkt að mestu fyrir hvalaskoðun, tökur á Eurovision: the story of Fire Saga og að sjálfsögðu Geosea-böðin (Sjóböðin). í ferðinni er tækifæri til þess að skella sér í böðin.

Við hlökkum til að taka á móti þér í nýju ferðinni sem mun hefja áætlun 1. maí.