Villt þú vinna í ferðaþjónustu í sumar?

Viltu vera með okkur í liði okkar í sumar?

Við leitum að akstursleiðsögumönnum til að fara með ferðamenn um hið fallega Norðurland. og einnig bílstjóra fyrir flugstrætóinn okkar, sem áætlað er að fari aftur af stað í sumar. Störfin eru hlutastaörf og miðast við bókanastöðu hverju sinni.

Við ætlumst til þess að þú hafir atvinnuökuskírteini í flokki B og/eða flokki D og gilt ökuritakort.

Við ætlumst til þess að þú hafir góða þekkingu á svæðinu; ef þú ert menntaður leiðsögumaður er það mikill plús. Við getum veitt einhverja þjálfun, en ákveðin grunnþekking er nauðsynleg.

Það er skilyrði að allt starfsfólk okkar hafi lokið skyndihjálparnámskeiði á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið hefur aðgang að skyndihjálparkennara og er reglulega með námskeið í boði fyrir starfsfólk okkar.

Allir umsækjendur sem koma til greina í starf hjá okkur þurfa að standast aksturspróf hjá ökukennaranum okkar, en ekki hafa áhyggjur, hann er ekki mjög strangur. Við bjóðum reglulega upp á endurmenntun fyrir ökumenn okkar, þannig að þeir eru alltaf uppfærðir um umferðarreglur og þá tækni sem er í farartækjunum.

Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur, vinsamlega sendu okkur umsókn þína, ferilskrá og kynningarbréf á sysli@sysli.is. Ef þú vilt frekari upplýsingar skaltu ekki hika við að hafa samband við skrifstofu okkar í síma +354 555 2888 og spyrja eftir Jónasi eða senda okkur tölvupóst.