Allar takmarkanir úr gildi á föstudaginn

Ríkisstjórn Íslands hefur tilkynnt að frá og með fösudag eru engar COVID 19 takmarkanir í gildi á Íslandi. Það þýðir m.a. að grímuskylda fellur úr gildi. Við hvetjum samt áfram til grímunotkunar um borð í okkar bílum. Við munum auðvitað halda uppi sama stigi á þrifum og sótthreinsun sem við höfum viðhaft gegnum faraldurinn. Við biðjum einnig farþega sem eru veikir með COVID 19 um að koma ekki í ferðir með okkur en þess í stað að hafa samband við okkur og við finnum góða lausn.