Einungis einkaferðir í ágúst

Vegna nýjustu þróunnar COVID 19 faraldurins höfum við tekið þá ákvörðun að bjóða einungis upp á einkaferðir í ágúst. ferðir með blönduðum hóp (sætaferðir) verða því ekki bókanlegar í ágúst þar sem þær eru ekki farnar. Þetta er gert til þess að minnka hættuna á sýkingu milli ótengdra aðila. Við fylgjum ávallt ströngustu sóttvarnarreglum og eigum góð samskipti við yfirvöld í þeim málum. 

Farþegar sem áttu bókuð sæti í blönduðum hópum í ágúst verða uppfærðir í einkaferð án auka kostnaðar.

Við hvetjum farþega til þess að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna, einnig hvetjum við farþega til þess að fylgjast með hvaða aðgerðir við erum með í gangi hverju sinni á hnappnum "Viðbrögð við COVID 19" hér efst á síðunni.