Lokun framlengd til 4. maí 2020 vegna COVID 19

Ríkisstjórnin hefur framlengt samkomubannið til 4. maí 2020 þannig að allar ferðir og öll ökukennsla liggja niðri fram að þeim degi.

Þeir sem áttu bókaðar ferðir fram að 4. maí fá fulla endurgreiðslu af bókunum sínum.

Vegna stöðunnar sem nú er uppi verður gerð tímabundin breyting á viðskiptaskilmálum þannig að allar ferðir sem eru á dagskrá til 30. júlí 2020 er hægt að fá endurgreiddar 100% í stað hinna venjulegu 90% þar upp að 48 klst. fyrir brottför.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.