Lokun ökukennsludeildar vegna COVID19 faraldursins

Ég vona að allir séu hraustir þrátt fyrir að COVID19 tröllríði samfélagið eins og er.

Vegna faraldursins er staðan þannig hjá mér núna að ég hef tekið þá ákvörðun að taka ekki að mér nýja nemendur að svo stöddu. Ég gegni mikilvægu starfi á öðrum vígstöðvum einnig og verð ég því að grípa til þessarra ráðstafanna.

Ég mun tilkynna um leið og eitthvað breytist og vona að þið sem flest sleppið við þessa veiru.
Munum sérstaklega eftir því að vera góð við hvort annað á þessum tímum og hrigja endilega í þá sem eru einangraðir frá öðrum.

Með kveðju
Jónas Þór Karlsson
Ökukennari