Akstursmat

Til að öðlast fullnaðarskírteini þurfa ökumenn að fara í akstursmat hjá ökukennara áður en umsókn um endurnýjun á ökuskírteini er skilað inn til sýslumanns. hægt er að bóka tíma í akstursmat hér eða skrá sig hér að neðan og þá mun ökukennarinn hafa samband og þið finnið hentugan tíma saman. 

Athugið að til þess að geta öðlast fullnaðarskírteini má ökumaður ekki hafa fengið punkt í ökuferilsskrá á síðustu 12 mánuðum.

Akstursmat tekur um það bil 50 mínútur og kostar 12.000 kr ef það er tekið á kennslubifreið en 9.000 kr ef það er tekið á eigin bifreið.

Það skiptir ekki máli hvort akstursmatið sé tekið á beinskiptum eða sjálfskiptum bíl, það hefur engin áhrif á ökuréttindin.

Hér er hægt að óska eftir sérstökum degi fyrir akstursmatið


Kröfur gerðar til eigin bíla: Bíllinn sé í löglegu ástandi og með lögboðnar tryggingar. Bíllinn þarf að vera með fulla, gilda skoðun.
KEA kortið veitir 5% afslátt af akstursmati. Sýna þarf ökukennara kortið
Skilmálar vegna Akstursmats

Viðskiptavinur samþykkir að Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf meðhöndli þær upplýsingar sem gefnar eru upp hér.

Hafi Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf ekki möguleika á því að taka við ökumanni í akstursmat samþykkir ökumaður að Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf geti að höfðu samráði við ökumann miðlað upplýsingum um ökumanns til annars ökukennara í heimabyggð sem hafi möguleika á því að taka við ökumann í akstursmar.

Ökumaður skuldbindir sig jafnframt til þess að greiða fyrir akstursmat sem ökumaður tekur hjá Sýsli - Ferðir og ökukennsl ehf.